Grundarfjörður

Grundarfjörður er sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi. Þann 31. mars 1940 var Hraðfrystihús Grundarfjarðar stofnað af fjölda einstaklinga í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Árið 1995 var HG sameinað Fiskiðjunni Skagfirðingi sem í dag heitir FISK Seafood. Á Grundarfirði er starfrækt fullkomin rækjuverksmiðja og einnig skelfiskvinnsla meðan veiði var leyfð á hörpuskel. Nú starfa um 25 manns í verksmiðjunni og eru afurðirnar mest seldar til Bretlands.