Framúrskarandi fyrirtæki 2016

FISK-Seafood ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Til að komast inn á þennan lista þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmisleg skilyrði sem Creditinfo setur fram.

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæð þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016

FISK-Seafood situr í 27. sæti listans þetta árið. Einu sæti ofar situr móðurfélagið, Kaupfélag Skagfirðinga, í 26. sæti. Á listanum eru 20 fyrirtæki sem gera út fiskiskip, falla þau í flokkana stór og meðalstór fyrirtæki. Á yfirliti Creditinfo í Viðskiptablaðinu sem gefið var út í tilefni birtingar listans kemur fram sterk fjárhagsstaða félagsins.

Á Sauðárkróki eru 9 fyrirtæki sem komast á listann, jafn mörg og í Mosfellsbæ.

Heimild: Viðskiptablaðið, janúar 2017.

Námskeið fyrir fiskvinnslufólk / Courses for fish-processing employees

Mánudaginn 9. janúar hefjast námskeið fyrir fiskvinnslufólk hjá FISK, bæði í landvinnslu á Sauðárkróki og í rækjuvinnslu í Grundarfirði. Námskeiðið er skv. námsskrá Fræðslumiðsstöðvar atvinnulífssins (www.frae.is) og ber heitir Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla; í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni. Námskeiðið er 48 kennslustundir og að námi loknu hlýtur starfsmaður heitið, sérhæfður fiskvinnslumaður. Umsjón með námskeiðunum hafa Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).

 

On Monday the 9th of January, courses for FISK employees in processing will be held, both in Sauðárkrókur and in Grundarfjörður. The course is according to the curriculum of The Education and Training Service Centre (www.frae.is) and is called Introduction for employees in fish processing. The couse is intended for those who work in fish processing; in filleting, freezing, salting, drying, shrimp- and shellfish processing. The aim of the course is to increase the employees knowledge of fish processing and handling of raw material, from catching to the consumers table as well as to strengthen the employees professional skills. The course is 48 lessons and when employees have finished the course they will have the title, specialized employee in fish processing. The course is held in collaboration with Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).

 

 

 

18 Fisktæknar útskrifaðir

 

28.05.2016 útskrifuðust 18 Fisktæknar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, eftir tveggja ára nám. Námið er samstarfsverkefni FNV, Farskóla Norðurlands vestra,Fisktækniskólans í Grindavík og FISK Seafood ehf.

Allir nýju Fisktæknarnir eru starfsmenn FISK og erum við ákaflega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

útskrift 280516

Á myndinni eru 16 af 18 Fisktæknum,  en 2 áttu ekki heimangengt á útskriftina, ásamt Ásdísi Pálsdóttur frá Fisktækniskólanum í Grindavík, Bryndísi Þráinsdóttur frá Farskólanum, Ingileif Oddsdóttur skólameistara, Þorkatli Þorsteinssyni og Ásbirni Karlssyni frá FNV og Jóni Eðvald Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Dr.Hólmfríður Sveinsdóttir hlaut í dag hvatningarverðlaun sjávarútvegsins og óskum við henni til hamingju með það.

sjá nánar

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir

http://www.sfs.is/um-sfs/nanar/hvatningarverdlaun-sjavarutvegsins

 

Fisktækninemar verðlaunaðir

Fisktækninámsnemar frá FISK hlutu á dögunum verðlaun hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fyrirmyndir í námi fullorðinna 2015. Ágúst Marinósson og Ásgerður Tryggvadóttir fóru sem fulltrúar hópsins og tóku á móti verðlaununum og sögðu sína sögu á fundi Fræðslumiðstöðvarinnar.

Fisktækninámið er samstarfsverkefni Fisktækniskóla Íslands,Farskólans, FNV og FISK Seafood

sjá nánar á heimasíðu Farskólans  http://farskolinn.is/frettir/

 

á meðfylgjandi mynd eru

verðlaun FRÆ 301115Frá vinstri: Bryndís, framkvæmdastjóri Farskólans, Halldór, verkefnastjóri námsins, Ásgerður Tryggvadóttir og Ágúst Marínósson, námsmenn og fulltrúar Fisktæknihópsins, Nanna Bára Maríasdóttir, sviðsstjóri hjá Fisktækniskóla Íslands, Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans og Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Gunnar Sig. hlýtur Neistann

TM og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna veittu á sjómannadaginn í 23 skipti viðurkenningu fyrir yfirvélstjórastörf og nefnist gripurinn ,, Neistinn „

í ár hlaut Neistann Gunnar Sigurðsson yfirvélstjóri á Málmey SK 1
tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á hversu þýðingarmikið og krefjandi starf yfirvélstjórans er og um leið að verðlauna fyrir fyrirmyndarstörf.

Gunnar byrjaði til sjós árið 1985 og hefur frá árinu 1988 verið vélstjóri á skipum FISK Seafood ehf og undanfarin ár sem yfirvélstjóri.

FISK óskar Gunnar innilega til hamingju með viðurkenninguna

Gunnar Sig a

Opið hús í nýju þurrkstöð FISK

Sunnudaginn 1 febrúar sl. var hin nýja og glæsilega Þurrkstöð FISK að Skarðseyri á Sauðárkróki opin almenningi til sýnis.

Með tilkomu hinnar nýju verksmiðju minnkar verkunartíminn úr 2-3 mánuðum við útiþurrkun í 1-2 vikur og verður því framleiðslan stöðugri og gæði afurðar tryggari. Einnig verður vinnuumhverfið og öryggi starfsfólks mun betra.

Um 300 manns nýttu tækifærið og skoðuðu verksmiðjuna010215 038

Málmey endurbætt

Málmey SK 1 er nú í Sauðárkrókshöfn og verið er að leggja lokahönd á endurbætur og frágang nýs búnaðar um borð. Um er að ræða byltingu í meðferð og kælingu afla og er hinn nýi búnaður keyptur frá fyrirtækinu  Skaganum.

meðfylgjandi myndband frá Feyki TV sýnir þetta nánar.

 http://www.feykir.is/feykirtv

Iceprotein hlaut hvatningarverðlaun SSNV

logo

Á Degi atvinnulífsins sem haldinn var í gær 2 desember á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) voru veitt hvatningarverðlaun ársins 2014.

Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra. Á hverju ári er tekið fyrir afmarkað svæði innan starfssvæðis SSNV og var að þessu sinni horft til fyrirtækja og starfsemi í Skagafirði.

Það var Iceprotein ehf sem hlaut verðlaunin að þess sinni en auk þeirra voru eftirtaldir aðilar tilnefndir

Gæðingur Öl ehf

Haf og land ehf

Sauðárkróksbakarí

Urðarköttur ehf

Iceprotein vinnur að rannsóknum og þróun á vinnslu verðmætra efna, aðallega úr sjávarfangi, með það markmið að auka nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hjá Iceprotein starfa 4 starfsmenn auk nema í rannsóknarnámi.
Framkvæmdastjóri er Hólmfríður Sveinsdóttir.