Drangey SK-2 á heimleið

Nýr togari FISK Seafood, Drangey SK-2, hélt af stað heim föstudaginn 4. ágúst. Áætlaður siglingartími í Skagafjörðinn er um hálfur mánuður og því áætluð heimkoma í kringum 18. ágúst.

Skipið var smíðað hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skrifað var undir samning um smíði á skipinu þann 24. júlí 2014. Skipið var sjósett þann 22. apríl síðastliðinn og afhent formlega þann 26. júlí í Tyrklandi.

Á Sjávarútvegssýningunni í Brussel þann 25. apríl síðastliðinn var skrifað undir samning við Skagann 3X um smíði á vinnslubúnaði á millidekkið á skipinu. Búnaðurinn er ofurkælibúnaður líkt og er um borð í Málmey SK-1.

Drangey er þriðja af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre. Hin þrjú skipin, Kaldbakur, Björgúlfur og Björg, fara til Samherja og ÚA. Skipin eru hönnuð af Verkfræðistofunni Skipatækni og Bárði Hafsteinssyni. Skipið er tæknilega fullkomið og við hönnun var lögð áhersla á hagkvæmni í orkunýtingu. Drangey er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt. Skipið er með nýstárlegt skrokklag og stórt og áberandi perustefni sem á að tryggja betri siglingareiginleika, meiri stöðugleika og aukna hagkvæmi. Skipið er skráð 2081 brúttótonn, hefur 14 hnúta hámarks siglingarhraða og 40 tonna togkraft. Skipstjóri á skipinu er Snorri Snorrason.

Það eru rúm 44 ár síðan það kom síðast nýsmíðaður togari á Sauðákrók. Það skip hét líka Drangey en bar einkennisstafina SK-1. Það skip kom í fjörðinn frá Japan þann 8. maí 1973. Drangey kemur til með að leysa Klakk SK-5 af hólmi en Klakkur er 40 ára gamalt skip.

Hægt er að fylgjast með ferðum Drangeyjar inni á síðunni Marine Traffic.

Þarna var skipið statt í morgun, á siglingu í Miðjarðarhafinu fyrir utan Alsír í átt að Gíbraltar.

Framkvæmdir hafnar við stækkun á hráefniskæli

Um síðustu helgi hófust framkvæmdir við viðbyggingu við fiskvinnslu FISK Seafood við Eyrarveg 18 á Sauðárkróki. Til stendur að stækka hráefniskæli fyrirtækisins um 280 fm og stækka inngang og starfsmannaaðstöðu um 70 fm, samtals 350 fm. Verktaki er Friðrik Jónsson ehf. Það var verkfræðistofan Stoð ehf. sem sá um hönnun og teikningu á viðbyggingunni. Áætluð verklok eru í haust.

 

Drangey SK2 sjósett í Tyrklandi

Laugardaginn 22 apríl var sjósett í Tyrklandi nýtt skip FISK Seafood ehf, Drangey SK2.

Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Cemre. Skipið er væntanlegt heim í lok sumars og kemur til með að leysa af hólmi Klakk SK5.

Til að vera viðstaddir sjósetninguna fóru til Tyrklands þeir Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri, Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri, Jón Ingi Sigurðsson tæknistjóri, Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur og hönnuður skipsins og Árni Sigurðsson fulltrúi stjórnar FISK

sendinefnd FISK

 

 

smellið á myndirnar til að sjá þær í réttri stærð

Vinnsla hefst að nýju

Landað úr Klakknum 22 feb 2017

Landað úr Klakknum 22. febrúar 2017.

Sjómenn samþykktu nýgerða kjarasamninga sunnudaginn 19. febrúar. Það kvöld héldu tvö skipa FISK Seafood, Klakkur SK-5 og Málmey SK-1, til veiða á ný. Frystitogari FISK Seafood, Arnar HU-1, hélt til veiða mánudaginn 20. febrúar.

Í morgun, 22. febrúar, kom svo Klakkur inn til löndunar með um 80 tonn af afla til vinnslu í fiskvinnslunni á Sauðárkróki. Verður það fyrsti fulli vinnsludagurinn í húsinu á þessu ári. Málmey er svo væntanleg inn til löndunar síðar í dag. 

Hólmfríður Sveinsdóttir fær Hvatningarverðlaun FKA

Þann 25. janúar veitti Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, Hólmfríði Sveinsdóttir Hvatningarverðlaun félagsins. Hólmfríður er framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarfyrirtækisins Iceprotein og líftæknifyrirtækisins Protis.

Protis setti á markað í febrúar á síðasta ári vörulínu af fæðubótarefnum, Amínó fiskprótín línuna, sem inniheldur lífvirk fiskprótín sem stuðla að bættri heilsu og auknum hreyfanleika.

Í rökstuðningi dómnefndar FKA segir m.a. að „Hólmfríður sé frumkvöðull þegar kemur að nýtingu afurða úr sjávarútvegi, sé aðili að fyrirmyndar samstarfi innan sveitarfélags á landsbyggðinni og milli háskóla- og rannsóknarstofnana með stuðningi atvinnulífsins.“

„Ég er afar þakklát fyrir vinnuna mína þar sem ég tel það forréttindi að starfa við að bæta umgengi við náttúruauðlindir og um leið að skapa þekkingu, verðmæti og sérhæfð störf í byggðarlaginu mínu, Skagafirði.

Það eru líka forréttindi að stunda nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi þar sem mikil hefð er fyrir samstarfi og stuðningi við nýsköpun enda eru menn þar á bæ meðvitaðir um hvaða þýðingu nýsköpun hefur fyrir framgang greinarinnar,“ sagði Hólmfríður í þakkarræðu sinni. Auk þess sem hún þakkaði hún Jóni Eðvald Friðrikssyni, framkvæmdastjóra FISK Seafood, sérstaklega fyrir að hafa trú á störfum hennar.

Við óskum Hólmfríði hjartanlega til hamingju með verðlaunin og viðurkenninguna.

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

FISK-Seafood ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Til að komast inn á þennan lista þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmisleg skilyrði sem Creditinfo setur fram.

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæð þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016

FISK-Seafood situr í 27. sæti listans þetta árið. Einu sæti ofar situr móðurfélagið, Kaupfélag Skagfirðinga, í 26. sæti. Á listanum eru 20 fyrirtæki sem gera út fiskiskip, falla þau í flokkana stór og meðalstór fyrirtæki. Á yfirliti Creditinfo í Viðskiptablaðinu sem gefið var út í tilefni birtingar listans kemur fram sterk fjárhagsstaða félagsins.

Á Sauðárkróki eru 9 fyrirtæki sem komast á listann, jafn mörg og í Mosfellsbæ.

Heimild: Viðskiptablaðið, janúar 2017.

Námskeið fyrir fiskvinnslufólk / Courses for fish-processing employees

Mánudaginn 9. janúar hefjast námskeið fyrir fiskvinnslufólk hjá FISK, bæði í landvinnslu á Sauðárkróki og í rækjuvinnslu í Grundarfirði. Námskeiðið er skv. námsskrá Fræðslumiðsstöðvar atvinnulífssins (www.frae.is) og ber heitir Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla; í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni. Námskeiðið er 48 kennslustundir og að námi loknu hlýtur starfsmaður heitið, sérhæfður fiskvinnslumaður. Umsjón með námskeiðunum hafa Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).

 

On Monday the 9th of January, courses for FISK employees in processing will be held, both in Sauðárkrókur and in Grundarfjörður. The course is according to the curriculum of The Education and Training Service Centre (www.frae.is) and is called Introduction for employees in fish processing. The couse is intended for those who work in fish processing; in filleting, freezing, salting, drying, shrimp- and shellfish processing. The aim of the course is to increase the employees knowledge of fish processing and handling of raw material, from catching to the consumers table as well as to strengthen the employees professional skills. The course is 48 lessons and when employees have finished the course they will have the title, specialized employee in fish processing. The course is held in collaboration with Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).

 

 

 

18 Fisktæknar útskrifaðir

 

28.05.2016 útskrifuðust 18 Fisktæknar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, eftir tveggja ára nám. Námið er samstarfsverkefni FNV, Farskóla Norðurlands vestra,Fisktækniskólans í Grindavík og FISK Seafood ehf.

Allir nýju Fisktæknarnir eru starfsmenn FISK og erum við ákaflega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

útskrift 280516

Á myndinni eru 16 af 18 Fisktæknum,  en 2 áttu ekki heimangengt á útskriftina, ásamt Ásdísi Pálsdóttur frá Fisktækniskólanum í Grindavík, Bryndísi Þráinsdóttur frá Farskólanum, Ingileif Oddsdóttur skólameistara, Þorkatli Þorsteinssyni og Ásbirni Karlssyni frá FNV og Jóni Eðvald Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Dr.Hólmfríður Sveinsdóttir hlaut í dag hvatningarverðlaun sjávarútvegsins og óskum við henni til hamingju með það.

sjá nánar

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir

http://www.sfs.is/um-sfs/nanar/hvatningarverdlaun-sjavarutvegsins