Sjófrysting

Frystiskip FISK veiða og vinna þorsk, karfa, ýsu, grálúðu, ufsa og rækju auk annara tegunda í minna mæli. FISK kappkostar að standast ströngustu gæðakröfur. FISK stundar ábyrgar fiskveiðar og hefur staðfestingu viðurkenndra aðila þar um.

Fiskveiðistjórnunarstefna Íslands og ákvörðun um veiðar og afla byggist á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins og er ætlað að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald á auðlindum hafsins um ókomna tíð. Afurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu er nú auðkenndar með séríslensku merki sem vísar til íslensks uppruna og ábyrgra fiskveiða.

www.responsiblefisheries.is