Vinnsla hefst að nýju

Landað úr Klakknum 22 feb 2017

Landað úr Klakknum 22. febrúar 2017.

Sjómenn samþykktu nýgerða kjarasamninga sunnudaginn 19. febrúar. Það kvöld héldu tvö skipa FISK Seafood, Klakkur SK-5 og Málmey SK-1, til veiða á ný. Frystitogari FISK Seafood, Arnar HU-1, hélt til veiða mánudaginn 20. febrúar.

Í morgun, 22. febrúar, kom svo Klakkur inn til löndunar með um 80 tonn af afla til vinnslu í fiskvinnslunni á Sauðárkróki. Verður það fyrsti fulli vinnsludagurinn í húsinu á þessu ári. Málmey er svo væntanleg inn til löndunar síðar í dag.