Drangey SK2 sjósett í Tyrklandi

 Í Fréttir

Laugardaginn 22 apríl var sjósett í Tyrklandi nýtt skip FISK Seafood ehf, Drangey SK2.

Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Cemre. Skipið er væntanlegt heim í lok sumars og kemur til með að leysa af hólmi Klakk SK5.

Til að vera viðstaddir sjósetninguna fóru til Tyrklands þeir Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri, Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri, Jón Ingi Sigurðsson tæknistjóri, Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur og hönnuður skipsins og Árni Sigurðsson fulltrúi stjórnar FISK

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter