Fréttir þann: 15 september, 2017

360° Sýndarveruleikatúr um Drangey SK-2

Skipasmíðastöðin CEMRE hefur látið útbúa sýndarveruleika túr um Drangey SK-2. Í honum er hægt að skoða skipið frá mörgum sjónarhornum. Við mælum með að þeir sem gátu ekki skoðað skipið þann 19. ágúst skoði þetta. Efnið má skoða hér!

FISK Seafood kaupir Soffanías Cecilsson

Sameiginleg fréttatilkynning frá FISK Seafood ehf. og Soffaníasi Cecilssyni hf.

Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf., sem er m.a  með starfsemi  í Grundarfirði og á Sauðárkróki um kaup á öllum hlutabréfum í Soffaníasi Cecilssyni hf., sem er með starfsemi í Grundarfirði. Samkomulagið er með fyrirvörum, m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Með þessu hyggst Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum.  Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi í Grundarfirði.

Soffanías Cecilsson hf. hefur frá stofnun verið með starfsemi  í Grundarfirði.   Það er mat eigenda félagsins að rétt sé og tímabært að koma fyrirtækinu í hendur aðila sem hefur það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækisins í Grundarfirði.