Fréttir þann: 5 janúar, 2017

Námskeið fyrir fiskvinnslufólk / Courses for fish-processing employees

Mánudaginn 9. janúar hefjast námskeið fyrir fiskvinnslufólk hjá FISK, bæði í landvinnslu á Sauðárkróki og í rækjuvinnslu í Grundarfirði. Námskeiðið er skv. námsskrá Fræðslumiðsstöðvar atvinnulífssins (www.frae.is) og ber heitir Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla; í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni. Námskeiðið er 48 kennslustundir og að námi loknu hlýtur starfsmaður heitið, sérhæfður fiskvinnslumaður. Umsjón með námskeiðunum hafa Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).

 

On Monday the 9th of January, courses for FISK employees in processing will be held, both in Sauðárkrókur and in Grundarfjörður. The course is according to the curriculum of The Education and Training Service Centre (www.frae.is) and is called Introduction for employees in fish processing. The couse is intended for those who work in fish processing; in filleting, freezing, salting, drying, shrimp- and shellfish processing. The aim of the course is to increase the employees knowledge of fish processing and handling of raw material, from catching to the consumers table as well as to strengthen the employees professional skills. The course is 48 lessons and when employees have finished the course they will have the title, specialized employee in fish processing. The course is held in collaboration with Farskóli Norðurlands vestra (www.farskolinn.is) og Símenntunarstöðin á Vesturlandi (www.simenntun.is).