Fréttir þann: 30 maí, 2016

18 Fisktæknar útskrifaðir

 

28.05.2016 útskrifuðust 18 Fisktæknar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, eftir tveggja ára nám. Námið er samstarfsverkefni FNV, Farskóla Norðurlands vestra,Fisktækniskólans í Grindavík og FISK Seafood ehf.

Allir nýju Fisktæknarnir eru starfsmenn FISK og erum við ákaflega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

útskrift 280516

Á myndinni eru 16 af 18 Fisktæknum,  en 2 áttu ekki heimangengt á útskriftina, ásamt Ásdísi Pálsdóttur frá Fisktækniskólanum í Grindavík, Bryndísi Þráinsdóttur frá Farskólanum, Ingileif Oddsdóttur skólameistara, Þorkatli Þorsteinssyni og Ásbirni Karlssyni frá FNV og Jóni Eðvald Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK