Fréttir þann: 2 desember, 2015

Fisktækninemar verðlaunaðir

Fisktækninámsnemar frá FISK hlutu á dögunum verðlaun hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fyrirmyndir í námi fullorðinna 2015. Ágúst Marinósson og Ásgerður Tryggvadóttir fóru sem fulltrúar hópsins og tóku á móti verðlaununum og sögðu sína sögu á fundi Fræðslumiðstöðvarinnar.

Fisktækninámið er samstarfsverkefni Fisktækniskóla Íslands,Farskólans, FNV og FISK Seafood

sjá nánar á heimasíðu Farskólans  http://farskolinn.is/frettir/

 

á meðfylgjandi mynd eru

verðlaun FRÆ 301115Frá vinstri: Bryndís, framkvæmdastjóri Farskólans, Halldór, verkefnastjóri námsins, Ásgerður Tryggvadóttir og Ágúst Marínósson, námsmenn og fulltrúar Fisktæknihópsins, Nanna Bára Maríasdóttir, sviðsstjóri hjá Fisktækniskóla Íslands, Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans og Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra