Fréttir þann: 3 desember, 2014

Iceprotein hlaut hvatningarverðlaun SSNV

logo

Á Degi atvinnulífsins sem haldinn var í gær 2 desember á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) voru veitt hvatningarverðlaun ársins 2014.

Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra. Á hverju ári er tekið fyrir afmarkað svæði innan starfssvæðis SSNV og var að þessu sinni horft til fyrirtækja og starfsemi í Skagafirði.

Það var Iceprotein ehf sem hlaut verðlaunin að þess sinni en auk þeirra voru eftirtaldir aðilar tilnefndir

Gæðingur Öl ehf

Haf og land ehf

Sauðárkróksbakarí

Urðarköttur ehf

Iceprotein vinnur að rannsóknum og þróun á vinnslu verðmætra efna, aðallega úr sjávarfangi, með það markmið að auka nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hjá Iceprotein starfa 4 starfsmenn auk nema í rannsóknarnámi.
Framkvæmdastjóri er Hólmfríður Sveinsdóttir.