Fréttir þann: 28 ágúst, 2014

20 starfsmenn FISK í fisktækninám

Nú í haust fer af stað nám í fisktækni á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands.

Kennt verður eftir kl.16 á daginn og um helgar þannig að hægt er að stunda námið með vinnu.
Námið  er 4 annir og lýkur með framhaldsskólaprófi og starfsheitinu Fisktæknir.

Nú þegar hafa 20 starfsmenn FISK skráð sig í námið  en af þeim fóru 16 í gegnum raunfærnimat í vor og hafa þegar lokið hluta af náminu.
Miðvikudaginn 28 ágúst  var haldinn kynningarfundur í Verinu fyrir væntanlega nemendur og komu fulltrúar FNV og Farskólans og kynntu skipulag og framkvæmd námsinsFisktækni 270814 1 Fisktækni 270814 3