Fréttir þann: 13 maí, 2014

Nám í fisktækni

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur í samstarfi við FISK Seafood, Farskólann og Fisktækniskóla íslands í Grindavík unnið að undirbúningi þess að hefja nám í Fisktækni við skólann í haust.

Búið er að kynna námið fyrir starfsfólki FISK og á dögunum kom Nanna Bára frá Fisktækniskólanum í Grindavík og hélt fund fyrir áhugasama starfsmenn sem hafa hug á náminu.Hægt verður að stunda námið með vinnu og einnig verður boðið uppá raunfærnimat fyrir þá sem hafa unnið í amk. 3 ár í fiski.Fisktækni raunfærnimat 080514 004Fisktækni raunfærnimat 080514 003