Fréttir þann: 30 apríl, 2014

Guðný vann getraunina

Gestum á atvinnulífssýningunni , Lífsins gæði og gleði, bauðst að taka þátt í getraun í bás FISK. Þátttaka var mjög góð og verðlaunin voru 10 kg af léttsöltuðum þorskhnökkum.

Guðný verðlaunahafi

Dregið hefur verið úr réttum svörum og sú heppna var Guðný Axelsdóttir og sést hún hér taka við hnökkunum af Guðna Ólafssyni verkstjóra hjá FISK.

Lífsins gæði og gleði

Atvinnulífssýning 2014 003 (2)Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði var haldinn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 26 og 27 apríl.
FISK ásamt dótturfyrirtækjum sínum Hólalaxi og Iceprótein var með bás á sýningunni þar sem m.a. skreiðarkippur hengu til sýnis og vakti það almennt forvitni sýningargesta og komu margir við í básnum og kynntu sér fyrirhugaðar breytingar hjá FISK með tilkomu inniþurrkunar.