Fréttir þann: 27 febrúar, 2014

Iceprotein á N4

Iceprotein

Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Iceprotein á dögunum og þar ræddi María Björk Ingvadóttir við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

hér má sjá viðtalið í heild sinni.

http://www.n4.is/is/thaettir/file/iceproteinN4

Nemendur frá FNV í vísindaheimsókn

nemar frá FNV í heimsókn

Á dögunum heimsóttu nemendur
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra,
Verið vísindagarða og Iceprotein ehf.

 

Á heimasíðu FNV er eftirfarandi frétt sem lýsir heimsókninni vel.

http://www.fnv.is/frettir-nanar/items/visindaheimsokn-nemenda-fnv-2740

Forvarnarverðlaun VÍS

Forvarnaverdlaun-2014-webFISK Seafood ehf. á Sauðárkróki hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2014 sem afhent voru á forvarnaráðstefnunni Skipulag og stjórn öryggismála sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og er FISK Seafood þar í fremstu röð.

Jafnframt fengu Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf. og Klettur – sala og þjónusta ehf. viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.

Haustið 2009 einsetti yfirstjórn FISK Seafood ehf. sér að efla öryggismál sjómanna og innleiða bætta öryggismenningu um borð í skipaflota sínum. Skipaður var ábyrgðarmaður í landi til að samræma auknar kröfur og áherslur í öryggismálum sjómanna og sérstöku skipulagi þessara mála komið á um borð í skipum útgerðarinnar.  Gert var áhættumat starfa og tekin upp virk atvikaskráning á næstum því óhöppum og slysum. Þetta leiddi til að þess að öryggismál í allri starfsemi fyrirtækisins, bæði landi og sjó, voru samræmd og gerð hluti af gæðastjórn fyrirtækisins.

FISK Seafood er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins með 260 starfsmenn, þar af 138 sjómenn. Það er ekki aðeins leiðandi fyrirtæki í öryggismálum sjómanna heldur einnig í fiskvinnslu. Til að mynda hefur eigið mánaðarlegt eldvarnareftirlit verið tekið upp í landvinnslunni. Sömuleiðis hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið ötulir að benda þjónustuaðilum og vertökum þeirra á að fara beri eftir vinnuverndarlögunum og mælst til þess að slíkt sé gert þegar unnið er fyrir FISK Seafood.

Fyrirtækið er fyrirmyndardæmi um hve miklum árangri hægt er að ná í efla forvarnir og öryggismál fyrirtækja þegar yfirstjórn  sýnir þeim málaflokki raunverulegan og sýnilegan stuðning.

Þetta er í fimmta sinn sem Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Áður hafa Félagsbústaðir hf., Strætó bs., Rio Tinto Alcan og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hreppt verðlaunagripinn Að byrgja brunninn sem listamaðurinn Ólafur Geir Þorvaldsson gerði fyrir fyrstu forvarnaráðstefnu VÍS árið 2010.