Fréttir þann: 24 maí, 2013

Tækifæri á innanlandsmarkaði með fiskafurðir ?

Lokaverkefni Óla Viðars Andréssonar til BSc prófs í Sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri heitir ,, Tækifæri fyrir FISK Seafood á innanlandsmarkaði ´´ og fjallar um hvort tækifæri sé til sóknar með fiskafurðir á innanlandsmarkað. Niðurstöður úr könnun sem Óli gerði sýnir að fiskur nýtur vinsælda og stór hluti fólks neytir fisks tvisvar eða oftar í viku en engu síður er það niðurstaða verkefnisins að möguleikar séu á að auka enn frekar á fiskneyslu íslendinga.
Verkefnið er unnið í samstarfi við FISK Seafood og MATÍS