Fréttir þann: 5 mars, 2013

Nýir starfsmenn

Þann 1 mars s.l. komu til starfa hjá FISK Gunnlaugur Sighvatsson sem  yfirmaður landvinnslu og eldis og Hólmfríður Sveinsdóttir sem tekur við sem framkvæmdastjóri Iceprotein, en Iceprotein er nýsköpunar og þrónunarfyrirtæki í 100% eigu FISK.

Gunnlaugur Sighvatsson

Gunnlaugur lauk B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 1994.  Að loknu námi vann Gunnlaugur sem sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri fram til ársins 1997, en undanfarin 16 ár hefur hann gengt starfi framkvæmdastjóra Hólmadrangs ehf á Hólmavík.  Gunnlaugur stundaði nám meðfram vinnu á árunum 2004-2006 og útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006.  Frá árinu 2009 hefur Gunnlaugur jafnframt gegnt starfi framkvæmdastjóra Iceprótein ehf en lætur nú af því starfi.

 

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður lauk meistaragráðu í næringarfræði frá Justus-Liebig háskólanum í Giessen í Þýskalandi árið 2001 og hlaut löggildingu sem næringarfræðingur árið 2002. Eftir það vann hún að verkefni er miðaði að aukinni nýtingu loðnuhrogna í líftækniiðnaði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands frá 2002 til 2004. Árið 2009 varði Hólmfríður doktorsritgerð sína í matvælaefnafræði frá Raunvísindadeild Háskóla Ísland. Hólmfríður starfaði sjálfstætt við næringarráðgjöf samhliða doktorsnámi. Frá árinu 2009 hefur hún unnið í Líftæknismiðju Matís í Verinu á Sauðárkróki þar sem hún hefur leitt frumurannsóknastofu.