Fréttir þann: 24 ágúst, 2012

Viðbótarnámskeið

Nú í vikunni voru haldin tvö viðbótarnámskeið fyrir fiskvinnslufólk hjá FISK.

 Alls útskrifuðust 41 starfsmaður af námskeiðinu eftir 15 klst nám. Kennsla fór fram í kennsluaðstöðu í Verinu á Sauðárkróki og voru kennarar Gísli Svan Einarsson frá Verinu og Ólöf Hafsteindóttir frá Sýni.

Sérhæfðir fiskvinnslumenn

Föstudaginn 17 ágúst útskrifuðust 18 starfsmenn FISK sem sérhæfðir fiskvinnslumenn eftir að hafa stundað 40 klst. nám alla vikuna við Farskólann.

Námið er það sem kallað er Grunnnámskeið fiskvinnslunnar og veitir 2ja launaflokka hækkun.

Farskólinn sá um framkvæmd og kennslu námskeiðsins en kennt er eftir námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.