Fréttir þann: 3 júlí, 2012

Hjallarnir heilla

Mjög algengt er orðið að sjá ferðamenn skoða skreiðarþurrkun á hjöllunum við FISK Seafood á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Leiðsögumenn hafa margir bætt þessum stað við hefðbundna áningastaði á ferð um héraðið og suma daga koma nokkrar rútur af ferðamönnum bæði innlendum og erlendum.
Í góða veðrinu í morgun voru þessir frönsku ferðalangar að njóta útsýnisins og velta fyrir sér skreiðarhjöllunum.