Fréttir þann: 29 nóvember, 2011

Nýtt skrifstofuhúsnæði

FISK hefur flutt skrifstofur sínar að Háeyri 1 á Sauðárkróki 3 hæð. Skrifstofur félagsins hafa hingað til verið að Eyrarvegi 18 þar sem bolfiskvinnsla FISK er til húsa en FISK byggði nýtt skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum sem nú hefur verið tekið í notkun. Skrifstofur FISK verða á 3ju hæð en 1 og 2 hæð eru leigðar út til aðila tengdum sjávarútvegi og matvælavinnslu.

Grunnskólanemendur í heimsókn

Nemendur 6 bekkjar í Árskóla Sauðárkróki komu í heimsókn í FISK í morgun og kynntu sér starfsemina. Þau fóru einnig í heimsókn í Verið vísindagarða og renndu fyrir fisk í höfninn en þau eru þessa dagana að vinna samstarfsverkefni í upplýsingamennt með skóla í Southampton á Englandi.

Á myndinni sést 1 af 3 hópunum úr bekknum með kennara sínum Ingu Rósu