Fréttir

Arnar HU 1 á landleið

Arnar HU 1 er væntanlegur í land í nótt með um 266 tonn af afurðum, þar af um 114 tonn af gullkarfa, um 80 tonn af þorski og um 54 tonn af ýsu en minna í öðrum tegundum. Í heildina

Meira

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 er á leið til löndunar við Sauðárkrókshöfn og er væntanleg klukkan 17:00. Heildarmagn afla er um 99 tonn, þar af um 71 tonn af þorski og um 15 tonn af ýsu. Málmey var meðal annars á veiðum

Meira

Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar við Grundarfjarðarhöfn í gærmorgun. Heildarmagn afla voru tæp 96 tonn, þar af um 24 tonn af skarkola, um 24 tonn af ýsu, um 19 tonn af þorski og um 17 tonn af steinbít. Siguborg

Meira

Starfsemin

FISK-Seafood er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem stundar veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða í samþættum rekstri. Fyrirtækið starfrækir útgerð átta skipa frá Sauðárkróki, Grundarfirði og Ólafsvík – þar á meðal frystitogara, fersk- og ísfiskskip, dragnótabáta og krókabát.
Á Sauðárkróki fer fram bolfiskvinnsla og þurrkun, en á Grundarfirði er rekin saltfiskverkun sem byggir á langri reynslu og vandaðri framleiðslu. Þessi starfsemi tryggir fjölbreyttar, hágæða afurðir fyrir viðskiptavini bæði innanlands og erlendis.
FISK-Seafood fylgir ströngustu gæðakröfum í veiðum og vinnslu og leggur áherslu á sjálfbærni, rekjanleika og ábyrga nýtingu fiskistofna. Með samstilltu starfi á sjó og landi tryggir fyrirtækið úrvals sjávarafurðir sem njóta trausts og virðingar á alþjóðlegum mörkuðum.

landvinnsla

Á Sauðárkróki er rekin fullkomin bolfiskvinnsla, frysting og þurrkun. Helstu afurðir eru þorskur og ufsi sem fara á markað í Suður-Evrópu. Unnið er samkvæmt ströngustu gæðakröfum og stöðlum og hefur vinnslan alþjóðlega IFS vottun.

Sjófrysting

Frystitogari fyrirtækisins, Arnar HU-1, veiðir og vinnur þorsk, karfa, ýsu og ufsa auk fleiri tegunda sem veiðast í minna mæli. Vinnsla togarans fylgir gæðastefnu sem byggir á áhættuþáttagreiningu (HACCP) þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru í fyrirrúmi.

Saltfiskverkun

Í Grundarfirði rekur fyrirtækið fullkomna saltfiskverkun byggða á traustum grunni. Þar eru framleiddar saltaðar gæðaafurðir fyrir markaði í Suður-Evrópu. Framleiðslan fer fram undir vörumerki Soffaníasar Cecilssonar.