FISK-Seafood er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem stundar veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða í samþættum rekstri. Fyrirtækið starfrækir útgerð átta skipa frá Sauðárkróki, Grundarfirði og Ólafsvík – þar á meðal frystitogara, fersk- og ísfiskskip, dragnótabáta og krókabát.
Á Sauðárkróki fer fram bolfiskvinnsla og þurrkun, en á Grundarfirði er rekin saltfiskverkun sem byggir á langri reynslu og vandaðri framleiðslu. Þessi starfsemi tryggir fjölbreyttar, hágæða afurðir fyrir viðskiptavini bæði innanlands og erlendis.
FISK-Seafood fylgir ströngustu gæðakröfum í veiðum og vinnslu og leggur áherslu á sjálfbærni, rekjanleika og ábyrga nýtingu fiskistofna. Með samstilltu starfi á sjó og landi tryggir fyrirtækið úrvals sjávarafurðir sem njóta trausts og virðingar á alþjóðlegum mörkuðum.